Upplýsingavettvangur fyrir framkvæmdir

Sýnishorn

Verkefni okkar spanna allt frá skrásetningum minni verkefna, til framsetningar á fyrirhuguðum framkvæmdum og svo gagnvirkra upplýsingavettvanga sem lýsa stórum innviðaverkefnum. Öll eiga þau þann tilgang sameiginlegan að eiga að vista og miðla upplýsingum til haghafa og almennings á einfaldan og aðgengilegan hátt. Hér má sjá nokkur sýnishorn af verkefnum sem við höfum unnið en fyrir ítarlegri kynningu má hafa samband.

Komum framkvæmdum á framfæri

Aðgengilegar upplýsingar um innviðaframkvæmdir geta skipt sköpum fyrir framgang verkefna og því skiptir máli að vanda vel til verka. Við búum yfir mikilli reynslu af gerð upplýsingavettvanga og -efnis fyrir stærri og smærri framkvæmdir sem hafa skilað mjög jákvæðum árangri.